Öll ferðamál fyrirtækisins á einni hendi
Fyrirtæki sem gera samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki.
Við gerð samnings fá fyrirtækin tengilið, ferðaráðgjafa í Viðskiptasöludeild, sem annast öll ferðamál fyrirtækisins. Ferðaráðgjafinn nýtir reynslu sína til að finna bestu ferðaáætlun og hagstæðustu fargjöldin hverju sinni og heldur utan um allar upplýsingar sem nauðsynlegt er að gefa upp við bókun.
Þetta fyrirkomulag tryggir flýti og hagræði fyrir viðskiptavininn auk þess sem kynni þjónustufulltrúa af viðskiptavini og vitneskja um sérstakar óskir hans gera okkur kleift að veita honum enn betri þjónustu.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum
Þeim fyrirtækjum sem gera samning við Icelandair fyrir starfsmenn á sínum vegum stendur til boða beinn aðgangur að afmörkuðu vefsvæði. Þar er alltaf hægt að nálgast upplýsingar um stöðu viðskipta ásamt yfirliti yfir flugleiðir, ferðadaga og nöfn starfsfólks sem ferðast á vegum fyrirtækisins á hverjum tíma.
Afsláttur strax frá fyrsta flugi
Þeir sem gera fyrirtækjasamning njóta strax góðs af sérstöku afsláttarfyrirkomulagi sem nær til flughluta Icelandair. Afslátturinn tekur mið af heildarfargjaldanotkun fyrirtækisins og reiknast á þriggja mánaða tímabili. Ekki er gerð krafa um lágmarksupphæð og afslátturinn reiknast strax frá fyrsta flugi eftir undirritun samningsins.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
- Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki
- Afsláttur af fargjöldum til allra áfangastaða Icelandair
- Fyrirtæki getur nálgast nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum
Hafðu samband
Þeir sem vilja kynna sér nánar Fyrirtækjaþjónustu Icelandair geta sent línu og óskað eftir nánari upplýsingum.